Forseti sænska þingsins væntanlegur

Per Westerberg, forseti sænska þingsins, verður í opinberri heimsókn á Íslandi 14.-16. október nk., í boði Ástu R. Jóhannesdóttur, forseta Alþingis. Með sænska þingforsetanum í för verða fjórir sænskir þingmenn og starfsmenn Riksdagen, sænska þingsins.
 
Svíar fara með formennsku í ráðherraráði ESB síðari hluta árs 2009. Einnig hafa Svíar umsjón með lánum norrænu þjóðanna í tengslum við áætlun Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.
 
Forseti sænska þingsins mun ræða við forseta Alþingis og eiga fund með starfshópi utanríkismálanefndar um Evrópumál.  Gert er ráð fyrir að hann hitti Steingrím J. Sigfússon fjármálaráðherra og Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra. Jafnframt mun forseti sænska þingsins eiga fund með Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert