Fundi VG lokið

Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra og Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra.
Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra og Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra. Ómar Óskarsson

Þingflokksfundi VG er lokið og að sögn liðsmanna flokksins var hann velheppnaður, eindrægni ríkti. Ögmundur Jónasson sagði fundinn hafa verið jákvæðan og góðan en lítið hefði verið rætt um Icesave.    „Þetta var mjög góður fundur og þar var áréttuð mikil eindrægni um að halda áfram þátttöku í ríkisstjórn," sagði Katrín Jakobsdóttir, menntamálaráðherra og varaformaður VG.

„Það hefur mikið verið rætt um klofning en við höfum engar áhyggjur af því eftir þennan fund." Hún sagði að áfram yrði unnið að því að leysa deilurnar um AGS og Icesave farsællega. Steingrímur hefði farið lítillega yfir ferð sín til Istanbúl en myndi áreiðanlega segja betur frá þeim málum síðar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert