Guðmundur í Byrginu ákærður

Guðmundur Jónsson, fyrrverandi forstöðumaður Byrgisins
Guðmundur Jónsson, fyrrverandi forstöðumaður Byrgisins mbl.is/Guðmundur Karl

Ákæra hefur verið gefin út á hendur Guðmundi Jónssyni fyrir að svíkja undan skatti og að draga sér hátt í 10 milljónir króna þegar hann var forstöðumaður Byrgisins. Þetta kom fram í kvöldfréttum Stöðvar 2. Lögmaður hans kannast hins vegar ekki við að Guðmundi hafi verið birtar ákærur, í samtali við Morgunblaðið í kvöld.

Fram kom í frétt Stöðvar 2 að Guðmundur á að hafa dregið að sér hátt í 10 milljónir króna þegar hann var forstöðumaður hjá meðferðarheimilinu Byrginu. Einnig á hann að hafa svikið undan skatti en Byrgið var að stærstum hluta rekið fyrir opinbert fé.

Guðmundur hafði samband við lögmann sinn í kvöld þegar hann sá fréttina. Lögmaðurinn segir í samtali við Morgunblaðið að Guðmundur hefði sagt að sér hefði ekki verið birt nein stefna.

Þá segist lögmaðurinn ekki heldur hafa fengið neinar ákærur í hendur. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert