Höfum ekkert við AGS að gera

Ögmundur Jónasson
Ögmundur Jónasson mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Ögmund­ur Jónas­son, fyrr­ver­andi heil­brigðisráðherra, seg­ir að Alþjóðagjald­eyr­is­sjóður­inn þurfi „að hverfa úr landi hið bráðasta“ og bæt­ir við: „Við höf­um ekk­ert við hann að gera hér.“

Ögmund­ur seg­ir í viðtali í Morg­un­blaðinu í dag að það sé goðsögn og ímynd­un að vitn­eskja um gjald­eyr­is­vara­forða, sem all­ur er á lán­um, verði til að styrkja gjald­miðil. „Ég hef aldrei fengið nægi­lega góð svör við því hvers vegna við þurf­um 5,2 millj­arða Banda­ríkja­doll­ara í gjald­eyr­is­vara­forða. Af hverju ekki 1,6 eða 2,6 millj­arða? Þetta eru spurn­ing­ar sem aldrei hef­ur verið svarað. Þegar grannt er skoðað mun þessi gjald­eyr­is­forði kosta okk­ur í vexti á hverju ári tæp­lega tutt­ugu millj­arða króna nettó.“

Af­sögn Ögmund­ar úr embætti ráðherra helgaðist af því að hann vill „opið, lýðræðis­legt, kraft­mikið sam­fé­lag og að við hög­um vinnu­brögðum okk­ar á þá lund að það styrki und­ir­stöður þess en veiki þær ekki“. Hann seg­ir að sér hafi sárnað aðdrótt­an­ir um að hann væri að skor­ast und­an erfiðum verk­efn­um í heil­brigðisráðuneyt­inu. Væri svo hefði hann ein­fald­lega sagt það.

Ögmund­ur seg­ir að tak­ist rík­is­stjórn­inni að taka á mál­um sem varða AGS, vexti, hinn bratta niður­skurð í vel­ferðar­mál­um og aðkomu er­lendra sér­fræðinga að ráðgjöf eigi hún „góða mögu­leika á að þjappa þjóðinni sam­an. Tak­ist þetta ekki þarf hún nátt­úr­lega að hugsa sinn gang.“

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka