Íbúarnir reisa sjóvarnargarð við Víkurþorpið

Landbrot ógnar íþróttavellinum í Vík.
Landbrot ógnar íþróttavellinum í Vík. Jónas Erlendsson

Í gær var tekið til óspilltra málanna austur í Vík í Mýrdal við að reisa sjóvarnargarð sunnan við byggðina þar. Sjórinn nagar tugi metra af ströndinni á hverju ári svo aðeins eru 60 metrar í íþróttavöllinn á staðnum og 200 metrar í skólann. Samtökin Betri byggð í Mýrdal standa að framkvæmdum með tilstyrk sveitarfélagsins en jafnframt hefur fjársöfnun verið hrundið af stað.

Vonast er til að garðurinn, sem reistur er í tilraunaskyni, afstýri bráðahættu. Ljóst er þó að meira þarf til. Allmörg ár eru síðan gerð var úttekt á landbroti í Vík. Þá var hins vegar ákveðið af hálfu Siglingastofnunar að bíða með aðgerðir þar til sjórinn nálgaðist byggðina meira, svo raunveruleg ógn steðjaði að, eins og nú er orðið.

„Ekkert bólar á aðgerðum þótt brýnar séu. Fjárveiting verður að koma á fjárlögum næsta árs en boltinn í þessu er hjá samgönguráðherra,“ útskýrir Sveinn Pálsson sveitarstjóri. Hann segir kostnað við byggingu varnarmannvirkja áætlaðan um 250 millj. kr.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert