Stærra raforkukerfi með meiri sölu til orkufreks iðnaðar hefur leitt til lækkunar á raforku á almenna innlenda markaðinum, að því er segir í skýrslu sem kynnt var á fundi Samorku í morgun.
Þar kemur fram að raforkuverð til heimila hefur að jafnaði lækkað um 30% frá árinu 1997, sem að stórum hluta má skýra með auknu umframafli frá orkufrekum iðnaði sem sinnir afltoppum á almenna markaðnum.