Skammaður af ESB-sinnum

Eiríkur Bergmann Einarsson stjórnmálafræðingur.
Eiríkur Bergmann Einarsson stjórnmálafræðingur. mbl.is

„Ég var skammaður af Evr­ópu­sam­bands­sin­um fyr­ir að halda því fram að það væri glapræði að leggja inn um­sókn án þess að hafa tryggt nauðsyn­legt póli­tískt bak­land áður. Ég var sakaður um að mála skratt­ann á vegg­inn," seg­ir Ei­rík­ur Berg­mann Ein­ars­son Evr­ópu­fræðing­ur og höf­und­ur nýrr­ar bók­ar um Evr­ópu­mál

„Ég var sakaður um að mála skratt­ann á vegg­inn og fyr­ir að vera með svart­sýn­is­raus. Þetta væri að sjálf­sögðu ekk­ert mál," seg­ir Ei­rík­ur Berg­mann, höf­und­ur bók­ar­inn­ar, Frá Evr­óvi­sjón til evru, um Evr­ópu­samrun­ann, sem kem­ur út í dag.

„Þetta er auðvitað miklu stærri ákvörðun því um leið og þú tek­ur ákvörðun um um­sókn ertu bú­inn að segja við viðsemj­end­ur þína að við séum á þess­ari leið. Ef við hins veg­ar hætt­um við í miðju ferl­inu, eins og tölu­verðar lík­ur eru á, það þarf ekki annað en að skipta um rík­is­stjórn, til þess að um­sókn­in sé dreg­in til baka, þá erum við kannski búin að eyðileggja stöðu okk­ar í EES-sam­starf­inu vegna þess að við upp­fyll­um ekki skil­yrði samn­ings­ins.

Evr­ópu­sam­bandið hef­ur sagt að það vilji breyta EES í eins kon­ar ör­ríkja­banda­lag, sem myndi ekki þjóna hags­mun­um okk­ar. Þannig að það er ým­is­legt komið í gang sem gæti komið okk­ur í koll.

Með því að draga um­sókn­ina til baka erum við end­an­lega búin að lýsa því yfir að við ætl­um ekki að vera í Evr­ópu­sam­band­inu og þá erum við vænt­an­lega kraf­in um að upp­fylla EES-samn­ing­inn sem við ger­um ekki eft­ir setn­ingu neyðarlag­anna síðasta haust. Það get­ur haft slæm­ar af­leiðing­ar að klúðra þessu."

Umræðan á villi­göt­um

– Því er stund­um haldið fram að aðild að ESB snú­ist um fisk­veiðimál­in nær ein­göngu. Tel­urðu að þessi umræða sé á villi­göt­um?

„Já. Þetta er miklu stærra mál en af hef­ur verið látið. Það er hverj­um ein­asta steini í sam­skipt­um þess rík­is sem sæk­ir um aðild við öll 27 aðild­ar­ríki sam­bands­ins velt upp í þessu ferli, hverj­um ein­asta. Þetta er ekk­ert einka­mál Íslend­inga hvort við verðum aðilar að Evr­ópu­sam­band­inu eða ekki eins og skilja hef­ur mátt á umræðunni.

Hún snýst um það hvort við vilj­um verða aðilar að þessu banda­lagi eða ekki. Hún hef­ur aldrei snú­ist um hvort við fáum inn­göngu í sam­bandið. Svo er önn­ur hlið á þess­um pen­ingi sem þyrfti að skoða líka. Við get­um sótt um aðild en við get­um ekki ákveðið að fá inn­göngu. Það er í hönd­um annarra."

Til­raun til nýbreytni

Ei­rík­ur rek­ur aðild­ar­ferlið í nýrri bók sinni sem hann seg­ir til­raun til að fjalla um Evr­ópu­mál á læsi­leg­an og auðles­inn hátt fyr­ir leik­menn.

Hann rek­ur þar Evr­ópu­samrun­ann allt aft­ur til friðarsamn­ing­anna í Vest­fal­íu árið 1648 til sam­ein­ing­ar Evr­ópu í Efna­hags­banda­lag­inu eft­ir síðari heims­styrj­öld­ina og svo sögu sam­bands­ins áfram til okk­ar daga. Hann vík­ur einnig að aðild­ar­ferl­inu eins og það snýr að Íslandi en þar kem­ur fram hve marg­brotið það er.

„Þetta eru um 2.000 meiri hátt­ar ákv­arðanir og þúsund­ir manna sem að þessu koma, ef ekki tugþúsund­ir.

Þeir sem ein­blína á Spán­verja og fisk­inn í umræðunni eru á villi­göt­um."

Snýst að miklu leyti um upp­gjörið við banka­hrunið

– Hvernig þá?

„Þetta snýst að miklu stærra leyti um upp­gjör Íslands við hrunið.

Evr­ópu­sam­bandið þarf að taka um 2.000 meiri hátt­ar ákv­arðanir áður en Ísland get­ur gengið í sam­bandið. Og það sem meira er, all­ar þess­ar um 2.000 ákv­arðana verða, hver og ein og ein­asta, að falla Íslandi í vil.

Þannig að það eru um 2.000 meiri hátt­ar ákv­arðanir sem standa í vegi Evr­ópu­sam­bandsaðild­ar Íslands. Og það er aðeins Evr­ópu­sam­bands­meg­in. Ferlið er flókið.

Í fyrsta lagi þarf fram­kvæmda­stjórn sam­bands­ins að kom­ast að þeirri niður­stöðu að það eigi að hefja form­leg­ar aðild­ar­viðræður við Ísland. Síðan þurfa 27 aðild­ar­ríki ráðherr­aráðsins að samþykkja að hefja aðild­ar­viðræðurn­ar.

Að því loknu er það sér­stök ákvörðun að opna hvern og einn af þess­um 35 efn­isköfl­um sem semja þarf um, svo sem um land­búnaðar- og pen­inga­mál. Til að mynda í til­viki Tyrk­lands er aðeins búið að opna nokkra þess­ara kafla.

Það eru því 27 ríki sem þurfa að samþykkja að opna hvern og einn efniskafla. Það eru aft­ur 27 sinn­um 35 sem gera 945. Síðan þarf að ná samn­ing­um um alla þessa efniskafla, sem aft­ur gera 945 yf­ir­ferðir. Þetta eru því sam­tals 1.890 kafl­ar.

Síðan þarf fram­kvæmda­stjórn­in að ljúka aðild­ar­samn­ingn­um í heild sinn. Svo þarf ráðherr­aráðið, sem 27 ríki eiga aðild að, að samþykkja samn­ing­inn fyr­ir sitt leyti áður en það kem­ur til kasta Evr­ópuþings­ins að samþykkja samn­ing­inn.

Að því loknu þurfa þjóðþing allra aðild­ar­ríkj­anna, sem eru 27, líka að samþykkja aðild­ar­samn­ing­inn. Og ekki nóg með það. Þau starfa hvert með sín­um hætti. Sum þess­ara ríkja eru sam­bands­ríki, eins og Þýska­land, þar sem eru 12 sam­bands­ríki," seg­ir Ei­rík­ur Berg­mann Ein­ars­son.

Bókin Frá Evróvisjón til evru kemur út í dag.
Bók­in Frá Evr­óvi­sjón til evru kem­ur út í dag. mbl.is
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert