Snjóaði snemma í ár

Þótt snjórinn láti á sér kræla verður ekki farið á …
Þótt snjórinn láti á sér kræla verður ekki farið á skíði strax. Brynjar Gauti

Það byrjaði að snjóa í höfuðborginni í fyrrakvöld og er þetta með allra fyrsta móti að haustinu, að sögn Trausta Jónssonar veðurfræðings. Í fyrra snjóaði að kvöldi 2. október og alhvítt var að morgni þess þriðja. Snjórinn þá var meiri en nú.

Síðustu 60 árin hefur aðeins tvisvar orðið alhvítt í Reykjavík í september, 1954 og 1969. Vitað er um fáein eldri tilvik, en aldrei fyrr en 9. september. Það var 1926.

„Ég held að tilvikin í fyrra og núna séu þau einu til viðbótar septembertilvikunum tveimur þar sem gerir alhvítt í Reykjavík fyrir 8. október sl. 60 ár,“ segir Trausti.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert