„Upplausnin er okkur augljós“

Birgir Ármannsson
Birgir Ármannsson mbl.is/Ómar

Ljóst er að stjórnarkreppa ríkir og staða ríkisstjórnarinnar hefur borist út fyrir landsteinanna. „Upplausnin er okkur augljós og staða ríkisstjórnarinnar hefur veikst í útlöndum,“ sagði Birgir Ármannsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks á Alþingi í dag. Hann spurði í kjölfarið hvort gengið yrði að kröfum Breta og Hollendinga í Icesave-málinu.

Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, var til svara og sagðist ósammála Birgi hvað varðar stöðu ríkisstjórnarinnar í útlöndum. Og „það hefur komið fram að viðbrögð Breta og Hollendinga eru með þeim hætti að mér hefur ekki hugnast þau.“ Össur sagði ekki öruggt að lagt yrði fram frumvarp vegna málsins á næstu dögum eða vikum en það sé þó líklegt.

Össur tók jafnframt fram að ekki væri öruggt að meirihluti yrði fyrir því frumvarpi á þingi. Hann tók undir með Birgi að staðan væri erfið og gæti verið háskaleg fyrir Íslendinga. Raunhæfur möguleiki væri jafnframt á að hér verði stjórnarkreppa.

Alþingi.
Alþingi. Ómar Óskarsson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert