Vesturgata verður vistgata

Vesturgata verður vistgata
Vesturgata verður vistgata

Framkvæmdir hefjast nú í vikulok við að breyta Vesturgötu milli Aðalstrætis og Grófarinnar í vistgötu. Vesturgötu verður einnig á þessum kafla breytt í einstefnugötu til norðurs.

Gatan verður merkt sem vistgata og einnig verður hluti Hafnarstrætis frá Aðalstræti að Veltusundi merkt sem vistgata. Verkefnið er hluti af „grænum skrefum“ í Reykjavík.

Vistgata þýðir að gangandi og hjólandi vegfarendur hafa forgang fram yfir bílaumferð, eins og segir í umferðarlögum. Gangandi vegfarandi má þó ekki hindra för ökutækis að óþörfu.

Í vikunni var gengið frá samningum við verktaka en fyrir valinu varð fyrirtækið Hellur og gras ehf. Áætlað er að verkinu verði lokið fyrir 10. nóvember. Verkeftirlit annast verkfræðistofan Hnit. Kostnaður við verkið í heild er áætlaður 7 milljónir króna, samkvæmt tilkynningu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert