VR: Ótrúverðug framkoma stjórnvalda

Stjórn VR mót­mæl­ir harðlega þeim fyr­ir­ætl­un­um stjórn­valda að ætla ekki að standa við hækk­un per­sónu­afslátt­ar. Fram kem­ur í álykt­un fé­lags­ins að slík fram­koma sé ekki trú­verðug fyr­ir rík­is­stjórn sem kenni sig við vel­ferð og skjald­borg um heim­il­in í land­inu.

„Ekki frek­ar en sú þver­sögn að á sama tíma og vinstri hönd­in hækk­ar álög­ur á al­menn­ing í formi neyslu­skatta og eyk­ur á skulda­vanda heim­ila og fyr­ir­tækja er sú hægri að leysa þann sama skulda­vanda með lána­leng­ing­um. Slíkt geng­ur ein­fald­lega ekki upp.

Í sum­ar var gerður þríhliða sátt­máli á milli launþega, launa­greiðenda og stjórn­valda sem átti að skapa þann stöðug­leika og viðspyrnu sem nauðsyn­leg er til að lands­menn all­ir kom­ist úr þeim vanda sem græðgi og fyr­ir­hyggju­leysi fárra kom þjóðinni í. Sýndu launþega­sam­tök þar mikla ábyrgð, fórn­fýsi og vilja til að bera byrðar annarra, þar á meðal stjórn­valda.

Hvernig launa stjórn­völd greiðann? Með því að leggja enn þyngri byrðar á al­mennt launa­fólk en sátt var um og það svo ójafn­ar og órétt­lát­ar að hin beygðu bök eru broti næst. Það er kannski ætl­un stjórn­valda að murka hæg­færa lífið úr efna­hags­kerf­inu og þeim sem bera það uppi, launþegum og launa­greiðend­um? Það hafa hingað til þótt slæm bú­vís­indi að slátra mjólk­ur­kúnni fyr­ir stund­ar­hags­muni.

Stjórn VR skor­ar á rík­is­stjórn­ina og alþingi að nota tæki­færið nú til að leiðrétta órétt­læti fyrri stjórna, að hækka skatt­leys­is­mörk veru­lega og hækka skatt­pró­sent­una á móti. Þannig má  laga skatt­byrðina og færa upp á við í tekju­stig­an­um. Einnig bend­ir VR á þá leið að taka upp fast­skattavísi­tölu sem drægi úr áhrif­um neyslu­skatta á vísi­tölu til verðtrygg­ing­ar og að frek­ari áhersla verði lögð á beina skatta. Þannig má forðast óþarfa hækk­un á höfuðstól og af­borg­un­um verðtryggðra lána al­menn­ings þrátt fyr­ir nauðsyn­lega tekju­öfl­un rík­is­ins,“ seg­ir í álykt­un VR.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert