108 milljóna kostnaður vegna Baugsmáls

Sigurður Tómas Magnússon, sem var sérstakur saksóknari í Baugsmálinu og …
Sigurður Tómas Magnússon, sem var sérstakur saksóknari í Baugsmálinu og Björn L. Bergsson, sem var ráðgjafi hans. mbl.is/G.Rúnar

Samanlagður kostnaður við sérstakan saksóknara í Baugsmálinu svonnefnda nam samtals 108 milljónum króna á þremur árum. Þetta kemur fram í fjáraukalagafrumvarpi fyrir yfirstandandi ár, sem lagt var fram á Alþingi í dag.

Farið er fram á 30,2 milljóna króna aukafjárveitingu vegna lokauppgjörs kostnaðar við sérstakan saksóknara í Baugsmálinu sem lauk í fyrra.  Um er að ræða launagjöld vegna sérstaks saksóknara og löglærðs aðstoðarmanns hans, auk aðkeyptrar lögfræðiþjónustu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert