Nú er gert ráð fyrir því halli á rekstri ríkissjóðs verði 175,6 milljarðar króna á yfirstandandi ári. Samkvæmt frumvarpi til fjáraukalaga, sem var lagt fram á Alþingi í dag er gert ráð fyrir að tekjur ríkissjóðs verði 4,4 milljörðum hærri en fjárlög gerðu ráð fyrir en útgjöld 27 milljörðum hærri.