Ár frá beitingu hryðjuverkalaga

Ár er liðið síðan banka­kerfið hrundi og bresk stjórn­völd beittu hryðju­verka­lög­um á ís­lensku þjóðina. Á er­lend­um frétt­asíðum má sjá at­b­urðum und­an­far­ins árs gerð skil.

Á frétta­vef BBC er t.d. sagt frá því að nú séu Íslend­ing­ar að íhuga aðild að Evr­ópu­sam­band­inu og sé deilt um hag­kvæmni aðild­ar­inn­ar inn­an rík­is­stjórn­ar­inn­ar. Á sama vef má einnig skoða mynd­band við frétt­ina.

Síða The Guar­di­an gerði af­leiðing­um hruns­ins einnig góð skil í lok sept­em­ber und­ir fyr­ir­sögn­inni Ísland einu ári síðar: Lít­il eyja í mikl­um vand­ræðum.

Í til­kynn­ingu frá InD­efence hópn­um kem­ur fram að aðför breskra stjórn­valda að ís­lensku sam­fé­lagi hafi komið Íslend­ing­um ger­sam­lega í opna skjöldu og breytti erfiðri stöðu í efna­hags­legt hrun.

„Bresk yf­ir­völd létu sér þó neyð Íslend­inga í léttu rúmi liggja og tóku í kjöl­farið einnig yfir starf­semi Kaupþing Sin­ger & Friedland­er sem leiddi til falls Kaupþings á Íslandi. Til sam­an­b­urðar má nefna að markaðsvirði Kaupþings á þess­um tíma var svipað og svo­kölluð Ices­a­ve skuld­bind­ing.

Bresk yf­ir­völd héldu Íslandi að þarf­lausu á hryðju­verkalist­an­um í rúm­lega átta mánuði eða til 15. júní 2009 og ollu með því Íslend­ing­um ómæld­um skaða um víða ver­öld. Beit­ing hryðju­verka­lag­anna rýrði meðal ann­ars verðmæti eigna sem ann­ars hefði verið hægt að nýta til end­ur­greiðslu til eig­enda spari­fjár­reikn­inga í ís­lensk­um bönk­um bæði í Bretlandi, Hollandi og á Íslandi, þar á meðal Ices­a­ve reikn­ing­anna.

Bresk stjórn­völd hafa enn ekki sýnt ís­lenskri þjóð þá lág­marks­virðingu að gefa upp ástæður fyr­ir því að þessi harka­lega leið var far­in í stað þess að nota önn­ur úrræði sem bresk lög bjóða upp á (Freez­ing Or­der, Bank­ing Provisi­on Act).

Einnig hafa bresk stjórn­völd hvorki beðist af­sök­un­ar á því að hafa sett herlausa og friðsama þjóð op­in­ber­lega í flokk með verstu hryðju­verka­sam­tök­um heims s.s. Al Qa­eda og Talib­ana, né sýnt nokkra til­b­urði til þess að bæta Íslend­ing­um það gríðarlega tjón sem þessi aðgerð olli.

Mis­mun­andi kenn­ing­ar eru uppi um það hvers vegna þess­um lög­um var beitt. Spurn­ing­ar hafa vaknað hvort frægt Kast­ljósviðtal við þáver­andi seðlabanka­stjóra og síma­sam­tal Alister Darling, fjár­málaráðherra Breta, við þáver­andi fjár­málaráðherra Íslands hafi valdið þess­um öfga­fullu viðbrögðum breskra stjórn­valda.

Önnur kenn­ing teng­ist banda­ríska fjár­fest­inga­bank­an­um Lehm­an Brot­h­ers, en um miðjan sept­em­ber 2008 færði Lehm­an bank­inn 8 millj­arða Banda­ríkja­doll­ara frá Bretlandi til Banda­ríkj­anna. Yrðu slík­ir fjár­magns­flutn­ing­ar al­menn­ir hefði það þýtt gríðarlegt tjón breska rík­is­ins og því hafi breska rík­is­stjórn­in talið nauðsyn­legt koma í veg fyr­ir að önn­ur fjár­mála­fyr­ir­tæki fylgdu í kjöl­farið. Hún hafi því notað tæki­færið og sett án raun­veru­legr­ar ástæðu hryðju­verka­lög á Ísland til þess eins að neyð Íslands yrði öðrum lönd­um og fjár­mála­stofn­un­um víti til varnaðar.

Vegna óánægju með aðgerðarleysi ís­lenskra stjórn­valda stofnuðu nokkr­ir ein­stak­ling­ar hóp­inn In Defence of Ice­land. InD­efence hóf und­ir­skrifta­söfn­un gegn beit­ingu hryðju­verka­lag­anna á vef­slóðinni ind­efence.is sem fljótt óx í stærstu und­ir­skrif­a­söfn­un Íslands­sög­unn­ar, ásamt því að safnað var ljós­mynd­um af fólki á Íslandi og er­lend­is sem vildi mót­mæla fram­ferði breskra yf­ir­valda. Hóp­ur­inn vann jafn­framt að því byggja brú yfir til bresks al­menn­ings og koma málstað Íslands á fram­færi í fjöl­miðlum víða um heim.

Í mars síðastliðnum af­henti InD­efence hóp­ur­inn breska þing­inu tæp­lega 84 þúsund und­ir­skrift­ir gegn beit­ingu hryðju­verka­lag­anna og minnti við það tæki­færi á að slíku valdi fylg­ir mik­il ábyrgð. InD­efence hóp­ur­inn tel­ur ámæl­is­vert að ís­lensk stjórn­völd skuli ekki hafa gripið til viðeig­andi aðgerða á því ári sem liðið er frá beit­ingu hryðju­verka­lag­anna gegn Íslandi.

Ekk­ert mat hef­ur farið fram á þeim efna­hags­lega skaða sem ís­lensk­ur efna­hag­ur hef­ur orðið fyr­ir vegna þeirra í nútíð og framtíð og skor­ar InD­efence á ís­lensk stjórn­völd að fá óháða er­lenda rann­sókn­ar­stofn­un til að meta þann skaða. Ef sá skaði er um­tals­verður, þá ber ís­lensk­um stjórn­völd­um að krefjast fé­bóta.

Hóp­ur­inn tel­ur þetta sér­lega mik­il­vægt í ljósi þeirr­ar hörku sem Bret­ar og Hol­lend­ing­ar hafa beitt til að þvinga Íslend­inga til að greiða hverja krónu af hinni svo­kölluðu Ices­a­ve skuld­bind­ingu. Í ljósi beit­ing­ar hryðju­verka­lag­anna væri sann­gjarnt að Bret­ar og Hol­lend­ing­ar fengju í sinn hlut þrota­bú Lands­bank­ans og Bret­ar bæti þannig Íslend­ing­um og Hol­lend­ing­um það tjón sem þeir unnu á eigna­safni Lands­bank­ans.

Er þá enn ótalið það tjón sem beit­ing hryðju­verka­lag­anna olli á öðrum efna­hags­leg­um hags­mun­um Íslands. InD­efence skor­ar á rík­is­stjórn Íslands að láta meta þann skaða sem hryðju­verka­lög­in ollu Íslandi og haldi því mati til haga í nú­ver­andi samn­ingaviðræðum við bresk og hol­lensk stjórn­völd," að því er seg­ir í frétta­til­kynn­ingu frá InD­efence.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka