Ef þið viljið stríð þá fáið þið stríð

Gylfi Arnbjörnsson.
Gylfi Arnbjörnsson.

„Ef þið viljið stríð, þá munuð þið fá stríð," sagði Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ í ávarpi sínu við setningu þings Starfsgreinasambandsins. 

Gylfi sagði, að  kjarasamningurinn, sem gerður var í febrúar 2008 sé aftur komin í uppnám því langlundargeð atvinnurekenda gagnvart úrræðaleysi stjórnvalda í nánast öllum málum sé að þrotum komið.

„Allt eins gætum við staðið frammi fyrir því, að þrátt fyrir náið samstarf samtaka launafólks og atvinnurekenda í þessari glímu komi til uppsagna kjarasamninga í lok mánaðarins. Það væri auðvitað alveg skelfileg staða en ég hef líka sagt það alveg skýrt við talsmenn atvinnurekenda: Ef þið segið upp kjarasamningi og hafið af láglaunafólki réttmætar launahækkanir mun verkalýðshreyfingin beita afli sínu til þess að tryggja að til þeirra hækkana muni koma. Allt annað verður lagt til hliðar á meðan. Ef þið viljið stríð þá munið þið fá stríð," sagði Gylfi.

Ræða Gylfa

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert