Breska ríkisútvarpið, BBC, fjallar í dag um Ísland vegna þess að ár er liðið frá bankahruninu hér. Í frétt, sem birtist m.a. á vef BBC, er meðal annars rætt við Jóhönnu Sigurðardóttur, forsætisráðherra, og Steingrím J. Sigfússon, fjármálaráðherra.
Jóhanna, sem svarar talar íslensku í fréttinni, segir m.a. að það sé mjög mikilvægt fyrir íslensku þjóðina að fá sem fyrst aðild að Evrópusambandinu. Steingrímur svarar m.a. spurningu um evruna og segir að sumir telji, að sveigjanleiki íslensku krónunnar kunni að hjálpa til þegar Íslendingar vinna sig út úr kreppunni.