Mótmæla ákvörðun umhverfisráðherra

Frá Sandgerði.
Frá Sandgerði.

Bæj­ar­stjórn Sand­gerðis­bæj­ar mót­mæl­ir ákvörðun um­hverf­is­ráðherra að fella úr gildi úr­sk­urð Skipu­lags­stofn­un­ar um suðvest­ur­línu sem hún seg­ir tefja mik­il­væga at­vinnu­upp­bygg­ingu á svæðinu og jafn­vel tefla henni í tví­sýnu.

Bæj­ar­stjórn­in fundaði í gær og samþykkti sam­hljóða eft­ir­far­andi álykt­un:

„Bæj­ar­stjórn Sand­gerðis­bæj­ar mót­mæl­ir harðlega ákvörðun um­hverf­is­ráðherra um að fella úr gildi úr­sk­urð Skipu­lags­stofn­un­ar um suðvest­ur­línu og með því tefja mik­il­væga at­vinnu­upp­bygg­ingu á svæðinu og jafn­vel tefla henni í tví­sýnu.

Bæj­ar­stjórn bend­ir í þessu sam­bandi á að at­vinnu­ástand á Suður­nesj­um er hvað verst á öllu land­inu og skatt­tekj­ur sveit­ar­fé­lag­anna í sam­ræmi við það. Ákvörðun ráðherr­ans skemm­ir fyr­ir ára­löng­um und­ir­bún­ingi og mik­illi vinnu sveit­ar­fé­lag­anna í at­vinnu­upp­bygg­ingu á svæðinu. Bæj­ar­stjórn bend­ir einnig á óör­yggi á flutn­ingi raf­magns inn á svæðið við nú­ver­andi aðstæður.

Bæj­ar­stjórn krefst þess að ákvörðun ráðherra verði end­ur­skoðuð taf­ar­laust og hún dragi ákvörðun sína til baka.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert