„Barátta fyrir alþjóðavæddu atvinnulífi og samvinnu við nágrannaríki er hin nýja stéttabarátta vorra tíma – barátta okkar fyrir öruggri lífsafkomu, áhrifum og jafnrétti,“ sagði Árni Páll Árnason félagsmálaráðherra er hann ávarpaði þing Starfsgreinasambandsins í morgun.
Árni Páll fór yfir stöðuna í efnahagsmálum og þeim vandamálum sem þjóðin stendur frammi fyrir
„Við stöndum á tímamótum. Í efnahagslífi okkar í dag erum við að fást
við efnahagslegt ójafnvægi sem stafar fyrst og fremst af því að
innviðir samfélagsins – og þá sérstaklega gjaldmiðillinn – eru ekki
nógu sterkir til að bera alþjóðavæðingu hluta efnahagslífsins.
Bankakerfið og viðskiptalífið reyndist of opið og of stórt fyrir þennan
litla gjaldmiðil.
Á þessum tímamótum stöndum við frammi fyrir vali um tvenns konar lausnir. Ætlum við að skella í lás og loka landinu? Eða ætlum við að bæta úr ágöllunum, styrkja innviðina og sækja fram á ný? Nú þarf að velja rétt,“ sagði Árni Páll.
Ræðuna í heild sinni má lesa hér.