Össur: Efnahagsbati í uppnámi vegna AGS

Össur Skarphéðinsson
Össur Skarphéðinsson mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, segir í aðsendri grein sem birtist í Financial Times í dag að frestun á afgreiðslu annars hluta láns Alþjóðagjaldeyrissjóðsins setji efnahagsbatann á Íslandi í uppnám. Í greininni er Össur að svara ritstjórnargrein sem birtist í FT þann 1. október sl. 

Í greininni fer Össur yfir kreppuna á Íslandi og hrun krónunnar sem hann segir líklega það mesta hrun gjaldmiðils sem nokkuð ríki hefur upplifað.

Frá því að Ísland náði samkomulagi við AGS í nóvember í fyrra hafi stjórnvöld á Íslandi gert ýmislegt til þess að bæta ástandið líkt og kveðið er á um í samkomulaginu. Hann betir á að samdráttur vergrar landsframleiðslu sé minni en spáð hafi verið og atvinnuleysi hafi ekki aukist jafn mikið og gert var ráð fyrir.

Hins vegar hafi stjórn AGS ekki staðið við sinn hluta samningsins. Ekki sé búið að ljúka við endurskoðun sem átt hafi að ljúka í febrúar. Ástæðan sé sú að ekki er búið að ganga endanlega frá Icesave milli Íslands og Bretlands og Hollands. Um algjörlega ótengdan hlut sé að ræða. Seinkun á afgreiðslu lánsins frá AGS hafi þau áhrif að önnur norræn ríki og Pólland hafa heldur ekki greitt út lán til Íslands þar sem þau eru tengd láninu frá AGS.

Grein Össuarar í heild

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert