Ríkisútvarpið fær aukafjárveitingu

mbl.is/Ómar

Farið er fram á það í frumvarpi til fjáraukalaga, sem lagt var fram á Alþingi í dag, að fjárveiting til Ríkisútvarpsins ohf. hækki um 630 milljónir króna í ljósi erfiðrar rekstrarstöðu. Þá á að breyta 560 milljóna króna skuld stofnunarinnar við ríkið í hlutafé.

Í fjáraukalagafrumvarpinu kemur fram, að áætlað sé að innheimtar skatttekjur ríkissjóðs af útvarpsgjaldi verði 3575 milljónir króna á yfirstandandi ári eða 630 milljónum meiri en framlag til RÚV í fjárlögum 2009.

Þá kemu fram, að RÚV hafi  átt við mikinn rekstrarvanda að etja, að nokkrum hluta vegna fjármagnskostnaðar á lífeyrisskuldbindingar. Í byrjun árs 2009 var ljóst að eigið fé félagsins var uppurið. Með þeim aðgerðum, sem lagðar eru til í fjáraukalagafrumvarpinu er áætlað að eigið fé í árslok 2009 muni verða jákvætt.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert