Skilgetið afkvæmi hrunsins

Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra.
Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra. Ómar Óskarsson

Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, sagði í umræðum um frumvarp til fjárlaga næsta árs að áætlað er að hreinar skuldir ríkissjóðs muni í lok ársins hafa aukist um 55% af landsframleiðslu miðað við stöðuna í árslok 2007. Hann sagði frumvarpið skilgetið afkvæmi efnahagshrunsins og vel hefði verið til fundið að mæla fyrir því á ársafmæli hrunsins.

Steingrímur fór yfir helstu forsendur frumvarpsins og bað um að umræðan í þinginu tæki mið af því samhengi sem það er sett fram í, þeim veruleika sem við blasir og við búum í.

Frumvarp til fjárlaga 2010

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert