Þurfa frumkvæðið frá Íslandi

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson í pontu á Alþingi. Hann er síður …
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson í pontu á Alþingi. Hann er síður hrifinn af samstarfinu við AGS en Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra. Heiðar Kristjánsson

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, segir í samtali við mbl.is að hann og Höskuldur Þórhallsson þingmaður hafi nú hitt fulltrúa allra flokka á norska þinginu, þar á meðal fulltrúa í fjárlaganefnd, auk fulltrúa flokkanna þriggja í ríkisstjórn Noregs, Miðflokksins, Verkamannaflokksins og Sósíalíska vinstriflokksins.

Mjög mikil jákvæðni ríki í garð mögulegrar fjárhagsaðstoðar við íslenska ríkið í öllum flokkum. Undantekningin séu hins vegar sósíaldemókratar sem segi fátt um þennan möguleika. ,,Þeir leggja áherslu á að að það hafi aldrei komið fram nein formleg beiðni frá ríkisstjórn Íslands, hvorki nú né áður, fyrir því að fara aðra leið en þessa AGS leið."

Hann segir ljóst að jafnaðarmennirnir norsku bíði eftir frumkvæði frá félögum sínum hér heima á Íslandi, í Samfylkingunni, en ljóst sé að ríkisstjórn Noregs muni ekki taka það upp að eigin frumkvæði að bjóða Íslendingum lán eða lánalínur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert