Varað við stormi í nótt og morgun

Veðurstofan varar við stormi sunnan- og vestanlands í nótt og á morgun. Í dag verður austanátt,  5-10 m/s,  á landinu í fyrstu  og þykknar upp, en hægari norðaustanlands og skýjað með köflum. Suðaustan 10-15 m/s og slydda en síðar rigning suðvestan og vestanlands með morgninum og allvíða 15-20 m/s síðdegis.

Hægari austlæg átt norðaustan- og austanlands og bjart með köflum. Hiti verður 0 til 5 stig, en yfirleitt 0 til 5 stiga frost NA-lands.

Á höfuðborgarsvæðinu verðru vaxandi suðaustanátt og þykknar upp, 10-15 m/s og slydda og síðar rigning með morgninum, en 15-20 á Kjalarnesi. Hiti 0 til 5 stig.

Á morgun föstudag verður austanátt á landinu, víða 20-28 m/s með rigningu eða slyddu, en jafnvel mikilli úrkomu suðaustanlands. Lægir talsvert sunnanlands um kvöldið og dregur úr úrkomu. Hiti 2 til 8 stig, en minnkandi frost fyrir norðan.

Um helgina verður minnkandi austan og síðar norðaustanátt og léttir til um landið vestanvert, en skúrir eða él austantil á landinu. Hiti 1 til 8 stig.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert