Aftakaveður í Vestmannaeyjum

Vestmannaeyjar.
Vestmannaeyjar. mbl.is/Brynjar Gauti

Aftakaveður er nú í Vestmannaeyjum að sögn Eyjafrétta. Á Stórhöfða er 43 m/s vindur og mestu hviður eru talsvert meiri.  Björgunarsveitin hefur verið kölluð út, m.a. hafði hluti af þaki rifnað af timburhúsi og rúmlega tveggja tonna sendiferðabíll fauk á hliðina.   

Ekkert ferðaveður er í Vestmannaeyjum og biður lögregla fólk að halda sig innandyra meðan versta veðrið gengur yfir.  Þá fellur kennsla niður í Grunnskóla Vestmannaeyja vegna veðurofsans.

Um sexleytið í morgun kom fyrsta útkallið þegar þak á Brimhólabraut 36 fauk að hluta af húsinu.  Húsið er úr timbri, svokallað Sunhouse eða bursthús og rifnaði helmingur af miðhluta þaksins af í heilu lagi.  Þá var björgunarfélagið einnig kallað að einbýlishúsi við Illugagötu en þar var þak farið að losna. 

Við Stóragerði hafði svo stór sendiferðabíll fokið á hliðina. Munaði minnstu að bíllinn lenti á rafmagnskassa, sem hefði væntanlega orðið til þess að hverfið hefði orðið rafmagnslaust.  Enginn var í bílnum þegar hann fauk.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert