„Ég öfunda ekki hæstvirtan fjármálaráðherra“

Þór Saari (t.h.) öfundar ekki fjármálaráðherra.
Þór Saari (t.h.) öfundar ekki fjármálaráðherra. mbl.is/Ómar

„Það að ætla sér að byggja raunhæfar tekjur á tekjuskatti fyrirtækja, sem geta hagrætt sínu bókhaldi og greitt nánast þá skatta sem þau langar til hverju sinni er ekki góð leið til að byggja upp tekjur fyrir ríkissjóð. Það kerfi má endurskoða frá grunni og leggja í staðinn lágan veltuskatt á lögaðila og leyfa þeim að ráðstafa sínum hagnaði eins og þeim hentar,“ sagði Þór Saari, þingmaður Hreyfingarinnar, í umræðum um frumvarp til fjárlaga.

Hann sagði vanda fjármálaráðherra gríðarlegan og í raun að Ísland væri komið yfir þolmörk í greiðslumöguleikum og huga ætti að greiðslufalli á skuldum. Það væri ekki svo alvarlegt mál. „Ég öfunda ekki hæstvirtan fjármálaráðherra.“

Þór sá þó ekki allt alvont við frumvarpið. Honum líst vel á boðaða orku-, umhverfis- og auðlindaskatta. Þar sé um að ræða grundvallaratriði, að afhenda ekki auðlindir ódýrt eða ókeypis.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert