Fagna umsókn um aðild að ESB

Olli Rehn, stækkunarstjóri ESB, afhenti Jóhönnu Sigurðardóttur, forsætisráðherra, spurningalista, en …
Olli Rehn, stækkunarstjóri ESB, afhenti Jóhönnu Sigurðardóttur, forsætisráðherra, spurningalista, en svara verður honum áður en eiginlegar viðrður geta hafist. Ómar Óskarsson

Starfsgreinasambandsins fagnar umsókn Íslands að Evrópusambandinu. Ályktun þessa efnis var samþykkt á þingi sambandsins sem nú stendur yfir á Selfossi.

Í ályktuninni segir að taka verði tillit til sérstakra hagsmuna landsins varðandi sjávarútveg og fiskvinnslu í aðildarviðræðunum og hafa í huga landfræðilega stöðu og sérstakt veðurfar í viðræðum um landbúnaðarmál. Gæta verði þess að landbúnaður sé veigamikill þáttur innlendrar matvælavinnslu og mikilvægur fyrir jafnægi í byggð landsins og sem hluti menningartengdrar ferðaþjónustu.

„Þing Starfsgreinasambandsins teystir því að aðildarviðræðurnar leiði til samkomulags sem feli í sér gegnsæja skýra kosti og/eða galla aðildar Íslands að Evrópusambandinu, sem þjóðin geti tekið afstöðu til í þjóðaratkvæðagreiðslu. "

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert