Funduðu í Karphúsinu

Jóhanna Sigurðardóttir og Steingrímur J. Sigfússon koma af ríkisstjórnarfundi.
Jóhanna Sigurðardóttir og Steingrímur J. Sigfússon koma af ríkisstjórnarfundi. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Jó­hanna Sig­urðardótt­ir for­sæt­is­ráðherra og Stein­grím­ur J. Sig­fús­son fjár­málaráðherra funduðu með for­ystu Alþýðusam­bands Íslands og Sam­tök­um at­vinnu­lífs­ins í Karp­hús­inu fyrr í dag. Aðilar vinnu­markaðar­ins lýstu yfir þung­um áhyggj­um af stöðu efna­hags­mála.

Rætt var sér­stak­lega um sam­starfið við Alþjóðagjald­eyr­is­sjóðinn, Ices­a­ve-málið, rík­is­fjár­mál­in og önn­ur atriði sem aðilar vinnu­markaðar­ins töldu mik­il­vægt að koma á fram­færi með bein­um hætti, en ASÍ og SA boðuðu til fund­ar­ins. Skatta­mál voru rædd og komu fram áhyggj­ur frá SA af því að orku- og auðlinda­skatt­ar, upp á ríf­lega 16 millj­arða, myndu draga úr vilja til fjár­fest­inga í ís­lensku at­vinnu­lífi.

Vil­hjálm­ur Eg­ils­son, fram­kvæmda­stjóri SA, seg­ir atriði stöðug­leika­sátt­mál­ans, sem samþykkt­ur var í sum­ar, hafa verið rædd fram og til baka. „Við vild­um einnig gera stjórn­völd­um það ljóst að það yrðu að liggja fyr­ir niður­stöður í viðræðum um hvort kjara­samn­ing­ar verði fram­lengd­ir 27. októ­ber. Það er veru­leg hætta á því að þeir verði það ekki ef staðan í efna­hags­mál­um fer ekki að breyt­ast.“

Sér­stak­lega var rætt um mik­il­vægi þess að ljúka Ices­a­ve-mál­inu þannig að efna­hags­mál lands­ins kæm­ust úr þeim ógöng­um sem þau eru í nú.

Eng­in sér­stök niðurstaða varð á fund­in­um, önn­ur en sú að reyna með öll­um ráðum að flýta því að ná ásætt­an­legri niður­stöðu í Ices­a­ve-málið til að flýta fyr­ir fram­gangi efna­hags­mála og skapa þannig mögu­leika á fram­leng­ingu kjara­samn­ing­ana.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert