Icesave-mál hafa ekki haggast neitt

Steingrímur J. mun gefa ríkisstjórninni skýrslu um ferð sína til …
Steingrímur J. mun gefa ríkisstjórninni skýrslu um ferð sína til Istanbúl í dag.

Nokkuð ljóst þykir að Alþingi þurfi aftur að fjalla um Icesave-málið, að sögn Indriða H. Þorlákssonar, aðstoðarmanns fjármálaráðherra. Ekkert liggur þó fyrir um hvernig sú aðkoma þingsins þarf að vera eða hver næstu skref verða í málinu.

Hvorki ríkisstjórnin, þingmenn ríkisstjórnarflokkanna né stjórnarandstaðan hafa fengið skýrslu um ferð Steingríms J. Sigfússonar til Tyrklands, þar sem hann fundaði með lykilpersónum frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og í Icesave-málinu, auk þess að hitta fólk frá alþjóðlegum lánshæfismatsfyrirtækjum.

Helst er á Indriða að skilja að árangur ferðarinnar liggi í því að viðmælendur ráðherrans þar úti hafi öðlast betri skilning á afstöðu Íslendinga og þróun efnahagsmálanna hér á landi og mikilvægi þess að áætlun AGS haldi áfram.

Staðan er einfaldlega sú, að sögn þingflokksformanna VG og Samfylkingar, Guðfríðar Lilju Grétarsdóttur og Björgvins G. Sigurðssonar, að formenn stjórnarflokkanna fengu í síðustu viku umboð til að ræða við Breta og Hollendinga um Icesave-samningana og fyrirvara Alþingis. Það umboð stendur óbreytt og málið hefur ekki breyst neitt frá því áður en Steingrímur fór til Tyrklands.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert