Margir vilja vinna hjá Sjálfstæðisflokknum

Valhöll, hús Sjálfstæðisflokksins.
Valhöll, hús Sjálfstæðisflokksins.

Yfir 140 um­sókn­ir bár­ust um tvö ný störf skrif­stofu Sjálf­stæðis­flokks­ins. Um­sókn­ar­frest­ur rann út 5. októ­ber og hef­ur Capacent um­sókn­irn­ar nú til meðferðar en reiknað er með að ráðið verði í störf­in á næst­unni.

Fram kem­ur á vef Sjálf­stæðis­flokks­ins, að aug­lýst var eft­ir for­stöðumanni og verk­efna­stjóra á sam­skipta­sviði, sem er nýtt svið á skrif­stofu flokks­ins. Er stofn­un þess hluti skipu­lags­breyt­inga í Val­höll, sem eiga að vera komn­ar að fullu til fram­kvæmda 1. des­em­ber.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka