Mikið óveður í Vestmannaeyjum

Mikið óveður geisar nú í Vestmannaeyjum.
Mikið óveður geisar nú í Vestmannaeyjum. Sigurgeir Jónasson

Búið er að ræsa út björgunarsveit í Vestmannaeyjum vegna þakplatna sem eru að losna af tveimur þökum og lögreglu hefur verið tilkynnt um. Óveður mikið geisar nú í Vestmannaeyjum. Á Stórhöfða var 43 m/s vindur kl. 7 í morgun og fóru hviður í 53 m/s. 

Að sögn lögreglunnar í Vestmannaeyjum er veðrið óvenju slæmt. Í nótt hefur vindur ekki farið undir 30 m/s á Stórhöfða og er nú að færast í aukana og kominn yfir 40 m/s.

Veðurstofan hefur varað við því að búast megi við snörpum vindhviðum við fjöll sunnan- og vestanlands. Búast má við stormi sunnan  og vestantil á landinu. Einnig má búast við mikilli úrkomu suðaustanlands síðdegis.

Í dag er spáð vaxandi austanátt, víða 18-25 m/s með rigningu og jafnvel mikilli úrkomu suðaustanlands síðdegis, en hægari norðaustantil og þurrt að kalla fram eftir degi. Heldur hægari vindur suðvestanlands undir kvöld. Hiti 0 til 6 stig.

Kennsla  fellur niður í báðum grunnskólunum í Vestmannaeyjum og einnig í Mýrdalshreppi í dag vegna óveðurins, að sögn Ríkisútvarpsins.

Óskar Sigurðsson býr á Stórhöfða en þar geisar nú mikið …
Óskar Sigurðsson býr á Stórhöfða en þar geisar nú mikið óveður. Sigurgeir
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert