Mótmæla fækkun ferða

Breiðafjarðarferjan Baldur.
Breiðafjarðarferjan Baldur. bb.is

Bæjarráð Vesturbyggðar mótmælir harðlega fyrirhuguðum tillögum um fækkun ferða Breiðafjarðarferjunar Baldurs úr daglegum ferðum í 3-5 ferðir á viku. Þetta virðist áformað, ásamt verulega skertri vetrarþjónustu á Vestfjarðavegi 60, að því er segir á vef sveitarfélagsins.

„Bæjarráð Vesturbyggðar krefst þess að hvorki verði dregið úr ferðum Baldurs yfir Breiðafjörð né vetrarþjónustu vegakerfisins á svæðinu. Samgönguvandinn er nú þegar yfirdrifinn og samfélaginu afar dýrkeyptur. Heftir hann hagkvæmni búsetu og samkeppnishæft atvinnulíf.

Allur niðurskurður í viðhaldi og þjónustu á bágbornasta samgöngukerfi landsins leiðir til eyðingar byggðarinnar á Suðurfjörðum Vestfjarða fyrr en seinna."

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka