Ólafur Ragnar varar við annarri stórkreppu

„Þeir störfuðu ekki á afbrigðilegan hátt, að líkindum, innan þessa …
„Þeir störfuðu ekki á afbrigðilegan hátt, að líkindum, innan þessa regluverks. En þetta sýndi fram á að evrópskur, sameiginlegur evrópskur fjármálamarkaður kallar á evrópskt regluverk,“ sagði Ólafur Ragnar Grímsson i viðtali við bandaríska viðskiptatímaritið Forbes. Árni Sæberg

Ólaf­ur Ragn­ar Gríms­son, for­seti Íslands, minn­ir á að fyr­ir nokkr­um ára­tug­um hafi Ísland verið þró­un­ar­land í aðsendri grein í banda­ríska viðskipta­tíma­rit­inu For­bes. Ólaf­ur Ragn­ar seg­ir ís­lensku bank­ana hafa starfað inn­an evr­ópska reglu­verks­ins en hann var­ar jafn­framt við ann­arri stór­kreppu.

„Þeir störfuðu ekki á af­brigðileg­an hátt, að lík­ind­um, inn­an þessa reglu­verks. En þetta sýndi fram á að evr­ópsk­ur, sam­eig­in­leg­ur evr­ópsk­ur fjár­mála­markaður kall­ar á evr­ópskt reglu­verk,“ seg­ir Ólaf­ur Ragn­ar, sem tel­ur að annað hvort þurfi að end­ur­skoða nú­ver­andi eft­ir­lits­stofn­an­ir eða skapa nýj­ar svo stuðla megi að jafn­vægi á milli markaðsafl­anna og reglu­verks­ins.

Hann ótt­ast að í Banda­ríkj­un­um og Evr­ópu fær­ist leiðtog­arn­ir smátt og smátt í átt frá því verk­efni að upp­færa reglu­verkið. Ef svo fari muni önn­ur stór­kreppa líta dags­ins ljós á næstu 10, 15 til 20 árum.

Útflutn­ingn­um að þakka 

Ólaf­ur Ragn­ar ger­ir les­end­um tíma­rits­ins grein fyr­ir þeirri skoðun sinni að það sé út­flutn­ingi að þakka að ís­lensku þjóðinni hafa gengið bet­ur að glíma við krepp­una á síðustu sjö til níu mánuðum en ótt­ast var.    

„Þegar ég var barn var Ísland á meðal fá­tæk­ustu ríkja Evr­ópu [...] Fólk hef­ur til­hneig­ingu til að gleyma því að við vor­um í raun mjög fá­tæk þjóð fiski­manna [...] við vor­um fiski­menn og bænd­ur í mörg ár­hundruð [...] Í þorp­inu sem ég ólst upp í þurfti fólk að verja tveim­ur til þrem­ur mánuðum á haust­in til að tryggja mat fyr­ir vet­ur­inn með marg­vís­leg­um hætti, eins og ger­ist í þró­un­ar­ríkj­um,“ sagði rak­ara­son­ur­inn frá Ísaf­irði með auðmýkt um upp­runa sinn.

Eins og svo oft áður rakti Ólaf­ur Ragn­ar hvernig Íslend­ing­ar hefðu brot­ist frá fá­tækt til bjargálna með virkj­un hreinn­ar, end­ur­nýj­an­legr­ar orku sem hann hefði per­sónu­lega kynnt er­lend­is.

Útlend­ing­ar sýna ís­lensk­um orku­lind­um áhuga

Hann bend­ir í fram­hald­inu á þá þver­sögn að á meðan Íslend­ing­ar glími við banka­hrun sýni fjöldi er­lendra fyr­ir­tækja áhuga á að kom­ast í ís­lensk­ar orku­lind­ir.

Hann álykt­ar svo um banka­hrunið:

„Ég hygg að vöxt­ur banka­geir­ans hafi að mörgu leyti verið of hraður og mik­ill. Og við veitt­um reglu­verk­inu ekki næga at­hygli [...] Að því leyti vor­um við, ef til vill, fórn­ar­lömb al­mennr­ar bók­stafstrú­ar markaðar­ins, sem virt­ist boða að þeim mun meira sem einka­vætt var og þeim mun meira sem flett var ofan af reglu­verk­inu þeim mun meiri yrði ár­ang­ur­inn á öll­um sviðum.“

Þá hegg­ur Ólaf­ur Ragn­ar í sama knérunn og í fyrri viðtöl­um þegar hann minn­ir á að þrátt fyr­ir að ís­lenska banka­kerfið hafi bund­ist því evr­ópska traust­um bönd­um hafi ekki dugað að treysta á inn­lend­ar stofn­an­ir, enda hafi um­svif bank­anna legið svo miklu víðar.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert