Óveðursaðstoð veitt víða

Menn frá Björgunarsveitinni Suðurnes bjarga trambolíni sem fauk úr garði …
Menn frá Björgunarsveitinni Suðurnes bjarga trambolíni sem fauk úr garði við Þórðustíg í Njarðvík. Þar er nú mjög hvasst.. Svanhildur Eiríksdóttir

Björgunarsveitarmenn á höfuðborgarsvæðinu voru kallaðir út um kl. 9 í morgun vegna samkomutjalds við Háskóla Íslands sem var að fjúka. Björgunarsveitir hafa víða sinnt björgunarstörfum í nótt og í morgun, að sögn Ólafar Snæhólm Baldursdóttur, upplýsingafulltrúi Landsbjargar.

Björgunarsveitin á Suðurnesjum veitti aðstoð í gærkvöldi vegna foks á lausum munum. Í morgun var Björgunarfélag  Vestmannaeyja kallað út vegna þess að þakplötur voru að losna af tveimur þökum. Einnig sinntu Björg á Eyrarbakka, Berserkir í Stykkishólmi og Mannbjörg á Hvolsvelli útköllum vegna foks og lausra þakplatna í morgun. 


mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert