Prestsembætti í Köben aflagt

Kaupmannahöfn.
Kaupmannahöfn. Brynjar Gauti

Kurr er meðal Íslend­inga í Dan­mörku vegna þeirra áforma að leggja niður embætti sendi­ráðsprests í Kaup­manna­höfn. „Við erum að von­um sleg­in yfir þessu,“ seg­ir sr. Þórir Jök­ull Þor­steins­son, sem gegn­ir embætt­inu.

Eins og fram kom í Morg­un­blaðinu sl. sunnu­dag þarf Þjóðkirkj­an að skera niður alls 160 millj­ón­ir króna á næsta ári. Rætt er um að slá verk­efn­um á frest og sam­eina eða leggja niður embætti, þar á meðal embætti sendi­ráðspresta í Kaupa­manna­höfn og Lund­ún­um.

„Veikt gengi ís­lensku krón­unn­ar ræður mestu um niður­skurðaráformin,“ seg­ir Þórir Jök­ull sem þykir sárt að prest­sembættið í Kaup­manna­höfn verði lagt af, enda eigi það sér 45 ára sögu. Á þeim tíma hafi þær þúsund­ir Íslend­inga sem búa í Dan­mörku van­ist því að geta sótt ís­lensk­ar guðsþjón­ust­ur og fengið aðra prestsþjón­ustu í sorg og gleði.


Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert