Þurfum aðgang að lánsfé

Ólafur Darri Andrason, hagfræðingur ASÍ.
Ólafur Darri Andrason, hagfræðingur ASÍ. Þorkell Þorkelsson

Ólaf­ur Darri Andra­son, hag­fræðing­ur ASÍ, sagði á þingi Starfs­greina­sam­bands­ins, sem nú stend­ur yfir á Sel­fossi, að Ísland yrði að hafa aðgang að láns­fjár­magni. Það væri for­senda þess að hægt væri að ráðast í fjár­fest­ing­ar og byggja upp betri lífs­kjör.

Ólaf­ur Darri sagði að í dag væri aðgengi að lán­um er­lend­is mjög tak­markað. Marg­ir hefðu brennt sig illa á að lána til Íslands. Það mætti hins veg­ar spyrja hvers vegna við þyrft­um er­lend lán? Væri ekki vandi okk­ar sá að við tók­um of mikið af lán­um? Það væri vissu­lega rétt en við þyrft­um lán til að fjár­fest­inga til að byggja upp frek­ari verðmæta­sköp­un og eins til að end­ur­fjármagna mikið af skuld­un­um okk­ar.

Ólaf­ur Darri sagði að það væri auðvitað öm­ur­legt að þurfa að borga skuld­ir óreiðumanna eins og Ices­a­ve-skuld­irn­ar. En það kæmi til með að kosta þjóðina meira ef hún ein­angraðist. Kostnaður­inn fæl­ist í glötuðum tæki­fær­um og í krón­um og aur­um sem ekki yrðu af tekj­um vegna þess að við gát­um ekki fjár­fest.

Ólaf­ur Darri sagði erfiða tíma í rík­is­fjár­mál­un­um. Við ætt­um mjög erfitt með að fjár­magna vax­andi halla. Á næsta ári væri gert ráð fyr­ir að 100 millj­arðar færu í vaxta­greiðslur. Það væri svipuð upp­hæð og verja ætti til heil­brigðismála.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert