Útaf í Þrengslunum vegna krapa

Lögreglan hefur mælt hraðakstur í grennd við Borganes í dag.
Lögreglan hefur mælt hraðakstur í grennd við Borganes í dag. mbl.is/Július

Nokkr­ir bíl­ar fóru út af í Þrengsl­un­um í gær­kvöldi og nótt. Mikið slabb og krapi var á veg­in­um og flutu bíl­arn­ir upp og runnu ró­lega útaf, að sögn lög­regl­unn­ar á Sel­fossi. Lög­regla og björg­un­ar­sveit drógu 4-5 bíla upp á veg­inn. Eng­inn slasaðist og bíl­arn­ir skemmd­ust ekki.

Útafa­kst­ur­inn varð ekki vegna þess að bíl­arn­ir væru illa bún­ir, að sögn lög­reglu, held­ur var krapið svo mikið að þeir flutu upp. Bæði var um að ræða fjór­hjóla­drifna bíla og bíla á vetr­ar­dekkj­um. Þetta ástand skapaðist upp úr kl. 23.00 í gær­kvöldi og var verið að aðstoða bíla fram und­ir kl. 3 í nótt. 

Bú­ist var við að færðin yrði betri þegar leiðin yrði rudd. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert