Víða tjón vegna veðurofsans

00:00
00:00

Lög­regl­an, slökkviliðið og björg­un­ar­sveit­ir höfðu í nógu að snú­ast í all­an dag. Spá Veður­stof­unn­ar um að verðrið myndi ganga niður um há­degið gekk ekki eft­ir. 

Gert er ráð fyr­ir að veðrið gangi niður suðvest­an­lands með kvöld­inu en ann­arstaðar verði víða 20-25 metr­ar á sek­úndu og rign­ing, jafn­vel úr­helli suðaust­an­lands.

Á morg­un er spáð norðaust­lægri átt, 18-23 m/​s norðvest­an­lands um tíma og við suðvest­ur­strönd­ina síðdeg­is, en ann­ars 13-18 m/​s. Víða verður rign­ing eða slydda, en létt­ir til sunn­an- og vest­an­lands. Hiti verður 1 til 10 stig, hlýj­ast á Vest­ur­landi.

 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert