Vilja að borgarfulltrúar verði 61

Nú eru 15 borgarfulltrúar í Reykjavík.
Nú eru 15 borgarfulltrúar í Reykjavík. mbl.is/Brynjar Gauti

Þing­menn Hreyf­ing­ar­inn­ar og einn þingmaður Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa lagt fram frum­varp á Alþingi þar sem lagt er til að full­trú­um í sveit­ar­stjórn­um fjölgi um­tals­vert. Yrði frum­varpið að lög­um myndu borg­ar­full­trú­ar í Reykja­vík verða 61.

Frum­varpið ger­ir ráð fyr­ir því að full­trú­um í sveit­ar­stjórn­um fjölgi eft­ir því hve íbú­ar í viðkom­andi sveit­ar­fé­lög­um eru marg­ir. Lág­marks­fjöldi sé 7 full­trú­ar en 61 aðalmaður verði í sveit­ar­fé­lög­um með 100.000-199.000 íbúa.

Í frum­varp­inu seg­ir, að fram­bjóðandi til borg­ar­stjórn­ar í Reykja­vík þurfi nú til dags þarf að fá um 7% at­kvæða til að ná kjöri og séu eng­in for­dæmi um jafn­fáa kjörna full­trúa og jafn­há­an lýðræðisþrösk­uld í ámóta fjöl­mennu sveit­ar­fé­lagi í ná­granna­lönd­un­um. Sam­kvæmt lög­um ann­ars staðar á Norður­lönd­um, í Evr­ópu og víðar ættu borg­ar­full­trú­ar í Reykja­vík því að vera 43–61 hið minnsta.

„Hér er um að ræða lýðræðis­skerðingu sem stríðir gegn anda Evr­ópusátt­mál­ans, mann­rétt­inda­sátt­mála Sam­einuðu þjóðanna sem og Ríó-sátt­mál­ans um Staðardag­skrá 21 sem er heild­aráætl­un ríkja Sam­einuðu þjóðanna um sjálf­bæra þróun sam­fé­laga," seg­ir í frum­varp­inu.

Frum­varpið í heild

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert