Vilja að borgarfulltrúar verði 61

Nú eru 15 borgarfulltrúar í Reykjavík.
Nú eru 15 borgarfulltrúar í Reykjavík. mbl.is/Brynjar Gauti

Þingmenn Hreyfingarinnar og einn þingmaður Framsóknarflokksins hafa lagt fram frumvarp á Alþingi þar sem lagt er til að fulltrúum í sveitarstjórnum fjölgi umtalsvert. Yrði frumvarpið að lögum myndu borgarfulltrúar í Reykjavík verða 61.

Frumvarpið gerir ráð fyrir því að fulltrúum í sveitarstjórnum fjölgi eftir því hve íbúar í viðkomandi sveitarfélögum eru margir. Lágmarksfjöldi sé 7 fulltrúar en 61 aðalmaður verði í sveitarfélögum með 100.000-199.000 íbúa.

Í frumvarpinu segir, að frambjóðandi til borgarstjórnar í Reykjavík þurfi nú til dags þarf að fá um 7% atkvæða til að ná kjöri og séu engin fordæmi um jafnfáa kjörna fulltrúa og jafnháan lýðræðisþröskuld í ámóta fjölmennu sveitarfélagi í nágrannalöndunum. Samkvæmt lögum annars staðar á Norðurlöndum, í Evrópu og víðar ættu borgarfulltrúar í Reykjavík því að vera 43–61 hið minnsta.

„Hér er um að ræða lýðræðisskerðingu sem stríðir gegn anda Evrópusáttmálans, mannréttindasáttmála Sameinuðu þjóðanna sem og Ríó-sáttmálans um Staðardagskrá 21 sem er heildaráætlun ríkja Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun samfélaga," segir í frumvarpinu.

Frumvarpið í heild

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert