Ögmundur verði aftur ráðherra

Ögmundur Jónasson ræðir við fréttamenn utan við Stjórnarráðið.
Ögmundur Jónasson ræðir við fréttamenn utan við Stjórnarráðið. mbl.is/Ómar

Fundur félaga Vinstri grænna í Kópavogi samþykkti áskorun á ríkisstjórnina um að breyta vinnubrögðum sínum og bjóða Ögmundi Jónassyni  ráðherrastól á ný.

Húsfyllir var á fundinum. Ögmundi skýrði á fundinum aðdragandann og ástæður fyrir brotthvarfi  sínu úr ríkisstjórn Íslands. Hann sagðist fara frá með miklum trega en að hann hefði ekki átt annarra kosta völ, enda hefðu honum verið settir afarkostir með hótunum um að ríkisstjórnin spryngi ef ráðherrar hennar yrðu ekki allir á einu máli um Icesave. Hann hefði viljað að ríkisstjórnin starfaði áfram og þess vegna sagt af sér embætti heilbrigðisráðherra. Ögmundur sagðist hafa lagt þunga áherslu á að Alþingi ætti að fá Icesave-málið skuldbindingarlaust til meðferðar.

 
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert