166 fasteignir seldar á uppboði

Nauðungaruppboðum á fasteignum hjá sýslumanninum í Reykjavík hefur fjölgað á …
Nauðungaruppboðum á fasteignum hjá sýslumanninum í Reykjavík hefur fjölgað á þessu ári. Haraldur Guðjónsson

Í lok sept­em­ber höfðu 166 fast­eign­ir verið seld­ar nauðung­ar­sölu hjá sýslu­mann­in­um í Reykja­vík það sem af er þessu ári. 38 eign­ir voru seld­ar á nauðung­ar­upp­boði í sept­em­ber sem er hæsta tala í ein­um mánuði á þessu ári.

161 fast­eign var seld nauðung­ar­sölu á síðasta ári og það er því ljóst að nauðung­ar­söl­ur á þessu ári verða fleiri en á síðasta ári. 137 eign­ir voru seld­ar hjá embætt­inu árið 2007 og 91 árið 2006.

Skráðar nauðung­ar­sölu­beiðnir vegna fast­eigna voru í lok ág­úst námu 1.655, en þær voru 2.277 allt árið í fyrra.

Í lok sept­em­ber höfðu 305 bif­reiðar verið seld­ar nauðung­ar­sölu hjá sýslu­mann­in­um í Reykja­vík, en 770 nauðung­ar­sölu­beiðnir vegna bif­reiða höfðu verið skráðar hjá embætt­inu á fyrstu níu mánuðum árs­ins.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert