166 fasteignir seldar á uppboði

Nauðungaruppboðum á fasteignum hjá sýslumanninum í Reykjavík hefur fjölgað á …
Nauðungaruppboðum á fasteignum hjá sýslumanninum í Reykjavík hefur fjölgað á þessu ári. Haraldur Guðjónsson

Í lok september höfðu 166 fasteignir verið seldar nauðungarsölu hjá sýslumanninum í Reykjavík það sem af er þessu ári. 38 eignir voru seldar á nauðungaruppboði í september sem er hæsta tala í einum mánuði á þessu ári.

161 fasteign var seld nauðungarsölu á síðasta ári og það er því ljóst að nauðungarsölur á þessu ári verða fleiri en á síðasta ári. 137 eignir voru seldar hjá embættinu árið 2007 og 91 árið 2006.

Skráðar nauðungarsölubeiðnir vegna fasteigna voru í lok ágúst námu 1.655, en þær voru 2.277 allt árið í fyrra.

Í lok september höfðu 305 bifreiðar verið seldar nauðungarsölu hjá sýslumanninum í Reykjavík, en 770 nauðungarsölubeiðnir vegna bifreiða höfðu verið skráðar hjá embættinu á fyrstu níu mánuðum ársins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert