19 sagt upp hjá Mílu ehf.

Með samdrætti í byggingariðnaði hefur vinna hjá tæknimönnum Mílu ehf. …
Með samdrætti í byggingariðnaði hefur vinna hjá tæknimönnum Mílu ehf. sem leggur og rekur fjarskiptakerfi landsmanna, dregist saman. Heiðar Kristjánsson

Fyr­ir­tækið Míla ehf., sem rek­ur fjar­skipta­net allra lands­manna, hef­ur ákveðið að segja upp 19 manns, níu á lands­byggðinni og 10 á höfuðborg­ar­svæðinu. Páll Á. Jóns­son, fram­kvæmda­stjóri Mílu, seg­ir að þessi ákvörðun sé til­kom­in vegna þess að lítið sé um að vera í bygg­ing­ariðnaði og það hafi áhrif á starf­semi Mílu.

„Ætli við séum ekki með um tvo millj­arða króna í ónotaðri fjár­fest­ingu í nýj­um göt­um,“ sagði Páll. Flest­ir af þeim sem sagt hef­ur verið upp eru tækni­menn sem unnið hafa við að leggja fjar­skipta­kerfi í ný hverfi. Vegna sam­drátt­ar í bygg­ing­ariðnaði hef­ur vinna hjá þess­um mönn­um dreg­ist sam­an sem leitt hef­ur til þess að þeim hef­ur verið sagt upp störf­um. Páll sagði þessa ákvörðun þung­bæra fyr­ir fyr­ir­tækið og starfs­menn­ina.

Páll sagði að stefnt væri að því að semja við þjón­ustuaðila á nokkr­um stöðum á lands­byggðinni um að taka yfir þjón­ustu við viðskipta­vini á viðkom­andi svæðum. Hann sagðist gera sér von­ir um að ein­hverj­ir af þeim sem sagt hef­ur verið upp störf­um fái vinnu hjá þess­um sam­starfaðilum.

Á lands­byggðinni mun Míla breyta starf­semi sinni á Pat­reks­firði, á Húsa­vík, í Borg­ar­nesi og í Stykk­is­hólmi. Snerpa á Ísaf­irði mun taka við þjón­ustu við fjar­skipta­net Mílu á  Pat­reks­firði en Míla er fyr­ir með samn­ing við Snerpu um þjón­ustu við fjar­skipta­kerfi sitt á Vest­fjörðum. Á Húsa­vík verður samið við einn af starfs­mönn­um Mílu um að taka að sér að vera þjón­ustuaðili á svæðinu. Hann mun, eft­ir at­vik­um, semja við fleiri heima­menn um að taka þátt í verk­efn­um með sér.  Borg­ar­nesi og Stykk­is­hólmi verður hér eft­ir þjónað frá sam­starfsaðilum á svæðinu og verður gerður samn­ing­ur þess efn­is.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert