Dómstólum gert að spara

mbl.is/ÞÖK

Bú­ist er við flóðbylgju mála í kjöl­far banka­hruns­ins en á sama tíma er héraðsdóm­stól­un­um gert að spara 50 millj­ón­ir króna á næsta ári sam­kvæmt fyr­ir­liggj­andi fjár­lög­um, eða 5% að raun­gildi.

„Miðað við það gríðarlega álag sem er í upp­sigl­ingu og er þegar farið að sjást er þetta al­ger­lega ófull­nægj­andi. Í raun og veru þyrfti að stór­auka fjár­heim­ild­ir í þeirri stöðu sem dóm­stól­arn­ir eru núna og þegar höfð er í huga fyr­ir­sjá­an­leg flóðbylgja mála á næstu miss­er­um,“ seg­ir Helgi I. Jóns­son, dóm­stjóri í Héraðsdómi Reykja­vík­ur og starf­andi formaður dóm­stólaráðs.

Vill fjölga dómur­um

Fyrstu dóm­arn­ir vegna banka­hruns­ins hafa þegar verið kveðnir upp og mörg mál í far­vatn­inu. Þá hafa Héraðsdómi Reykja­vík­ur borist á sjötta tug ágrein­ings­mála vegna gjaldþrota sem orðið hafa í kjöl­far hruns­ins.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert