Eftirlitsmyndavélar í leigubíla

Leigubílastöðin Hreyfill-Bæjarleiðir fyrirhugar að koma fyrir eftirlitsmyndavélum í leigubílum á vegum stöðvarinnar og taki vélarnar myndir af aftur- og framsæti bílanna. Persónuvernd gerir ekki athugasemdir við þetta svo framarlega sem upptökurnar eru ekki varðveittar lengur en nauðsyn krefur og farþegum verði veittar skýrar upplýsingar um vélarnar.

Fram kemur á heimasíðu Persónuverndar, að leigubílastöðin vonist til að með þessu móti megi  m.a. upplýsa um umferðaróhöpp eða brot á umferðarreglum, brot á hegðunarreglum farþega, þjófnaði og stemma stigu við hótunum og árásum gegn leigubílstjórum.

Fyrirhugað er að aðvara farþega með því að líma upplýsinga- og viðvörunarmiða í hliðarrúður afturhurða. Auk þess verði einn miði inni í hverri bifreið. Varðveisla þeirra persónuupplýsinga er allt frá 4 klukkustundum og upp í 51 klukkustund. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert