Fjallað er um rannsókn sérstaks saksóknara á aðkomu endurskoðunarfyrirtækisins Deloitte á kaupum Lýðs og Ágústs Guðmundssona Bakkavararbræðra á hlut í fyrirtækinu í gegnum fjárfestingarfélag þeirra, Existu, í breska dagblaðinu Daily Telegraph.
Viðskiptin fóru fram skömmu eftir hrunið en bræðurnir keyptu þá 39% hlut í fyrirtækinu, sem hefur um 5.000 starfsmenn í Bretlandi.
Rakið er hvernig sérstakur saksóknari sé að skoða aðkomu Deloitte, ýmissa lögfræðinga og lögfræðistofunnar Logos að viðskiptunum en hann hefur einnig til athugunar þegar bræðurnir juku hlut sinn í fyrirtækinu í 78% í desember síðastliðnum.
Guðmundur Kristjánsson, talsmaður Deloitte á Íslandi, vísar því á bug að fyrirtækið hafi haft rangt við, sem og ónefndur talsmaður Bakkavarar.