Segir stjórnarsamstarf traust

Steingrímur J. Sigfússon.
Steingrímur J. Sigfússon. mbl.is/Ómar

Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, sagðist í fréttum Ríkisútvarpsins telja, að ríkisstjórnarsamstarfið standi traustum fótum og allir skynji mikilvægi þess að festa sé í stjórnarsamstarfinu.

Tilkynning, sem Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, sendi fjölmiðlum á föstudaginn, hefur verið túlkuð sem  boð til VG um að fallist flokkurinn ekki á afgreiðslu Icesave-málsins geti verið að ríkisstjórnin lifi það ekki af.

Steingrímur sagði við Ríkisútvarpið, að menn ættu að skoða boðskap tilkynningarinnar í stað þess að velta sér upp úr því hvenær hún var birt. Ekkert tilefni sé til að lesa nokkuð út úr þessu um samskipti hans og Jóhönnu og þau vinni náið saman.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert