Maðurinn sem sóttur var í morgun af þyrlu Landhelgisgæslunnar vegna slyss við Jökulheima í nágrenni Vatnajökuls hefur nú gengist undir rannsóknir á Landsspítala og er kominn til síns heima.
Að sögn vakthafandi læknis á bráðamóttöku fór betur en á horfðist, áverkar mannsins reyndust minniháttar og því talið óhætt að útskrifa hann. Ferðafélagar mannsins eru enn staddir uppi á jökli og mun lögreglan á Hvolsvelli kanna málsatvik slyssins nánar þegar til byggða er komið.