Slasaðist ekki alvarlega

TF - GNA , Super Puma - þyrla Gæslunnar
TF - GNA , Super Puma - þyrla Gæslunnar Árni Sæberg

Maður­inn sem sótt­ur var í morg­un af þyrlu Land­helg­is­gæsl­unn­ar vegna slyss við Jök­ul­heima í ná­grenni Vatna­jök­uls hef­ur nú geng­ist und­ir rann­sókn­ir á Lands­spít­ala og er kom­inn til síns heima.

Að sögn vakt­haf­andi lækn­is á bráðamót­töku fór bet­ur en á horfðist, áverk­ar manns­ins reynd­ust minni­hátt­ar og því talið óhætt að út­skrifa hann. Ferðafé­lag­ar manns­ins eru enn stadd­ir uppi á jökli og mun lög­regl­an á Hvols­velli kanna máls­at­vik slyss­ins nán­ar þegar til byggða er komið.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert