Ákvörðun Svandísar ólögmæt segja Samtök iðnaðarins

Helgi Magnússon, formaður Samtaka iðnaðarins.
Helgi Magnússon, formaður Samtaka iðnaðarins. mbl.is

Helgi Magnús­son, formaður Sam­taka iðnaðar­ins, seg­ir ákvörðun Svandís­ar Svavars­dótt­ur um­hverf­is­ráðherra um lagn­ingu Suðvest­ur­línu, vegna fyr­ir­hugaðs ál­vers í Helgu­vík, vera ólög­mæta. Skipu­lags­stofn­un hef­ur nú málið til um­fjöll­un­ar. Þetta kom fram í þætt­in­um Á sprengisandi á Bylgj­unni í morg­un.

Helgi sagði ákvörðun­ina skaða mjög all­an iðnað í land­inu. Auk þess væru fyr­ir­hugaðar skatta­hækk­an­ir til þess falln­ar að auka á óvissu iðnfyr­ir­tækja. Svo­nefnd­ir orku­skatt­ar, sem eiga að skila rík­inu um 16 millj­örðum sam­kvæmt fjár­laga­frum­varpi, væru arfa­vit­laus­ir og væru þegar farn­ir að skaða áætlana­gerð og setja áform um orku­frek­an iðnað í upp­nám. Gagn­rýndi hann Stein­grím J. Sig­fús­son fjár­málaráðherra sér­stak­lega fyr­ir þessi áform.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert