Ákvörðun Svandísar ólögmæt segja Samtök iðnaðarins

Helgi Magnússon, formaður Samtaka iðnaðarins.
Helgi Magnússon, formaður Samtaka iðnaðarins. mbl.is

Helgi Magnússon, formaður Samtaka iðnaðarins, segir ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur umhverfisráðherra um lagningu Suðvesturlínu, vegna fyrirhugaðs álvers í Helguvík, vera ólögmæta. Skipulagsstofnun hefur nú málið til umfjöllunar. Þetta kom fram í þættinum Á sprengisandi á Bylgjunni í morgun.

Helgi sagði ákvörðunina skaða mjög allan iðnað í landinu. Auk þess væru fyrirhugaðar skattahækkanir til þess fallnar að auka á óvissu iðnfyrirtækja. Svonefndir orkuskattar, sem eiga að skila ríkinu um 16 milljörðum samkvæmt fjárlagafrumvarpi, væru arfavitlausir og væru þegar farnir að skaða áætlanagerð og setja áform um orkufrekan iðnað í uppnám. Gagnrýndi hann Steingrím J. Sigfússon fjármálaráðherra sérstaklega fyrir þessi áform.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert