Vantar þig veiðarfæri eða sjónvarp?

Hægt verður að kaupa skó á uppboðinu um næstu helgi.
Hægt verður að kaupa skó á uppboðinu um næstu helgi. mbl.is/Árni Sæberg

Djúpsteikingarpottar, skór, leikföng, leðurjakkar, sjónvörp, veiðarfæri, hurð fyrir sturtuklefa og ilmvörur verða boðin upp á uppboði sem sýslumaðurinn í Reykjavík stendur fyrir um næstu helgi í Vöruhóteli Eimskips við Holtagarða.

Það sem selja á á uppboðinu eru ótollafgreiddar og tollafgreiddar vörur frá Tollstjóra og Eimskip Ísland ehf. Vörurnar hafa sem sé verið fluttar inn til landsins, en þeir sem stóðu að innflutningnum hafa af einhverjum orsökum ekki náð í þær. Leiða má að því líkum að í mörgum tilvikum hafi sá sem flutti þær inn ekki efni á því að leysa vörurnar úr tolli.

Vörunar eru eru af ýmsu tagi. Sem dæmi má nefna: heimabíókerfi, vasadiskó með útvarpi, arinn, bækur, fatnaður, ferðatöskur, föndurperlur, kertastjakar og box utan um reykelsi, GFS filmur fyrir matvæli, gormabindi, hanskar, hárvörur, hljómtæki, leikföng, hlutir fyrir veiðarfæri, hurðir í sturtuklefa, húsgögn, ilmvörur, jólaskrautmunir, leðurjakkar, töskur, hálsfestar, leikföng, parketbón, pennar, kapalfestingar og pressur, plasttengihlutir, tengikassar, stálvír, skrúfur, rafkaplar, rör, seglpokar, skór, stigar, strigaskór, sæti, varahlutir, veggfestingar fyrir sjónvörp og veiðarfæri.

Uppboðið fer fram næstkomandi laugardag kl. 12. Greiða á við hamarshögg og eru aðeins tekið við peningum og debetkortum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert