Enginn þrýstingur frá Kína

Dalai Lama heimsótti Alþingishúsið þar sem Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, forseti …
Dalai Lama heimsótti Alþingishúsið þar sem Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, forseti Alþingis, tók á móti honum. mbl.is/Kristinn

Skv. upplýsingum frá íslenska utanríkisráðuneytinu hafa íslensk yfirvöld ekki fundið fyrir þrýstingi frá kínverskum stjórnvöldum vegna heimsóknar Dalai Lama, trúarleiðtoga Tíbeta, til Íslands í sumar. Danskir fjölmiðlar greina hins vegar frá því að diplómatískt stríð geisi nú milli Kína og Danmerkur eftir að forsætisráðherrann fundaði með Dalai Lama.

Lars Løkke Rasmussen, forsætisráðherra Dana, átti fund með trúarleiðtoganum í Kaupmannahöfn í maí sl. Dalai Lama heimsótti svo Ísland í byrjun júní.

Forsætisráðherra Íslands fundaði hins vegar ekki með Dalai Lama, sem heimsótti Alþingi og átti stuttan fund með nokkrum þingmönnum, þ.á.m. þáverandi heilbrigðisráðherra, Ögmundi Jónassyni, og Katrínu Júlíusdóttur iðnaðarráðherra. 

Danska blaðið Politiken segir, að Kína hafi nú „fryst" Danmörku og það hafi áhrif á danskt atvinnulíf. Hefur fyrirhuguðum ferðum fjögurra danskra ráðherra til Kína nú verið ýmis frestað eða aflýst.

Dalai Lama fundaði einnig með Katrínu Júlíusdóttur, Björgvini G. Sigurðssyni, …
Dalai Lama fundaði einnig með Katrínu Júlíusdóttur, Björgvini G. Sigurðssyni, Ögmundi Jónassyni og Birgittu Jónsdóttur, á stuttum fundi. mbl.is/Kristinn
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert