„Enn í hálfgerðu sjokki“

Þórdís Lilja Gísladóttir.
Þórdís Lilja Gísladóttir. Ómar Óskarsson

„Þetta er al­veg stór­kost­legt og ég er enn í hálf­gerðu sjokki að hafa hlotið þetta,“ seg­ir frjálsíþrótta­kon­an Þór­dís Lilja Gísla­dótt­ir sem um næstu helgi tek­ur á móti sér­stakri viður­kenn­ingu frá Evr­ópska frjálsíþrótta­sam­band­inu í Búdapest.

Viður­kenn­ing­una fær Þór­dís fyr­ir ein­stakt fram­lag sitt til frjálsíþrótta og nefn­ist upp á enska tungu The Europe­an At­hletics Women's Lea­ders­hip Aw­ard. Þetta er í fyrsta skipti sem hún er veitt en frjálsíþrótta­sam­bandið vill vekja at­hygli á starfi kvenna inn­an frjálsíþrótta í Evr­ópu. Þór­dís bend­ir á að þrátt fyr­ir að kynja­hlut­föll kepp­enda séu því sem næst jöfn séu ekki nema örfá pró­sent kvenna í nefnd­um og stjórn­um hjá alþjóðasam­band­inu og ólymp­íu­hreyf­ing­unni.

Þór­dís seg­ir Ísland standa fram­ar en fjöl­mörg önn­ur lönd þegar kem­ur að hlut­falli kvenna í nefnd­um og viður­kenn­ing­in verði hvatn­ing til þess að halda áfram á sömu braut. „Ég tek við þess­ari viður­kenn­ingu fyr­ir hönd allra þeirra kvenna sem lagt hafa sitt af mörk­um,“ seg­ir hún.

Alda­móta­hóp­ur af­reka

Þór­dís hóf snemma að æfa og keppa í frjáls­um íþrótt­um. Hún var í ís­lenska landsliðinu til 25 ára og fyr­irliði þess í 15 ár. Hún keppti á tvenn­um Ólymp­íu­leik­um, sex heims­meist­ara­mót­um, einu Evr­ópu­meist­ara­móti ut­an­húss og tvisvar inn­an­húss.

Frá því hún hætti að keppa hef­ur hún unnið öt­ul­lega að fram­gangi frjálsra íþrótta, sér í lagi í grasrót­ar­starfi. Und­an­far­in 15 ár hef­ur hún ásamt eig­in­manni sín­um, Þráni Haf­steins­syni, starfað hjá ÍR. Þau bjuggu m.a. til nýtt þjálf­un­ar­kerfi fyr­ir ung­menni og var það tekið í notk­un árið 2000. Í ár vann svo ÍR bik­ar­keppn­ina og var uppistaðan í sig­ur­hópn­um krakk­arn­ir sem byrjuðu að æfa upp úr alda­mót­um. Jafn­framt er Þór­dís sviðsstjóri í íþrótta­fræði við kennslu­fræði- og lýðheilsu­deild Há­skól­ans í Reykja­vík.

S&S

Hvernig var valið?

Frjálsíþrótta­sam­band Evr­ópu óskaði eft­ir því við aðild­ar­sam­bönd sín að þau sendu til­nefn­ing­ar. Aðild­ar­sam­bönd­in eru fimm­tíu tals­ins og sam­keppn­in því hörð.

Frjálsíþrótta­sam­band Íslands óskaði sjálft eft­ir til­nefn­ing­um og var Þór­dís val­in úr hópi tíu kvenna í byrj­un sept­em­ber síðastliðins.

Hringt var í Þór­dísi í síðustu viku og hún fyrst spurð hvort hún gæti verið viðstödd at­höfn­ina í Búdapest þar sem hún væri á meðal fimm kvenna sem kæmi til greina að verðlauna. Þegar ekki var víst að Þór­dís gæti verið viðstödd var henni tjáð að hún þyrfti eig­in­lega að mæta. Hún hefði orðið hlut­skörp­ust.

Hvert er mark­miðið?

Eitt mark­miða með þess­ari viður­kenn­ingu er að vekja at­hygli á hinu mik­il­væga fram­lagi al­mennra kven­leiðtoga inn­an hreyf­ing­ar­inn­ar.

Í hverju keppti Þór­dís?

Þór­dís byrjaði snemma að æfa og keppa í frjáls­um íþrótt­um. Hún á t.a.m. enn Íslands­metið í há­stökki kvenna ut­an­húss. Keppti tvisvar á Ólymp­íu­leik­um, fyrst árið 1976 í Montreal í Kan­ada, þá aðeins 16 ára göm­ul.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert